top of page

Hvað ef... vanlíðanin er ákall á breytingar

Oftast leitum við að ástæðum streitu í utanaðkomandi aðstæðum...

Hvað ef…

…þú sýnir ekki fullkomlega hver þú ert?

…þú ert ekki sátt/ur við hver eða hvernig þú ert?

…þú hegðar þér ekki eins og þú vildir helst hegða þér?

…þú ert ekki tærasta myndin af þér?

Ef þetta á við um þig þá er líklegt að þín innri spenna sé óþarflega há af ástæðum sem snúast um þig.

Hvað ef…

…ofangreint er lúmskasta streitan sem þú býrð til í þínu lífi og þínum líkama?

Hvað ef…

…vanlíðan í líkama og sál er ákall sálarinnar á að lifa lífinu óhrædd/ur og taka í fangið alla þá eiginleiga og útlit sem þú ert og hefur.

Oft eru það erfiðar lífsreynslur sem vekja fólk til meðvitundar um ástandið.

Ert þú að upplifa vanlíðan eða viltu koma í veg fyrir að uppsafnaður vandi verði meiri en orðið er? Vertu á undan erfiðleikunum og upplifðu meiri vellíðan strax.

Pantaðu tíma á www.heilyndi.is eða hafðu samband á heilyndi@gmail.com.

Hjá heilyndi.is er hugur, líkami og sál meðhöndluð sem ein heild.

Ég gef þér ráð til að hugurinn fái verkefni við hæfi og líkaminn upplifi meiri frið.

Við vinnum með líkamann og losum um spennu í honum.

Ég þjálfa þig í að upplifa sálina og leifa henni að vera staðinn sem þú kemur frá í öllum aðstæðum… þar sem enginn ótti býr.

Upplifðu að kraftaverk er fólgið í hverri innöndun... og þakklætið í hverri útöndun...

 

Upplýsingar um meðferðirnar hjá Heilyndi.is:

KCR og Nudd meðferðin er mjög öflug leið til að minnka spennu og auka lífsgæði. Ég mæli með þessari meðferði í fyrsta tíma. Eftir fyrsta tíma skoðum við saman hvaða meðferð hentar þér og hversu langt á að líða á milli.

Í KCR réttum við af líkamsstöðuna, bræðum spennu og opnum á flæði í líkamanum, aðferðin er auðveld og mjög mjúk. Allt er gert í sátt við líkamann og til þess að hann öðlist frið og sátt, getið slakað á og endurnýjað sig. Góð leið til að vihalda góðu jafnvægi þegar búið er að ná góðu flæði.

CTR meðferðina nota ég eftir að KCR hefur verið notuð í nokkur skipti ef enn finnst spenna í líkamanum eða ef ég finn mikla undirliggjandi spennu í bandvef líkamans. Þessi aðferð hjálpar líkamanum að losa bandvefs "frost" eftir áföll og/eða slys.

Jóga Þerapía er mjög góð meðferð til að ná til róta þess sem er að hindra þig í að ná fullum tökum á líðan þinni. Jóga Þerapía hjálpar þér að finna hvar í líkamanum "frostið" er og með mjög mjúkum aðferðum leifum því að þiðna og sameinast flæði líkamans. Í síðasta hluta Jóga Þerapíu tímans er stundum farið í 20 til 30 mínútna Jóga Nidra djúpslökun.

Jóga Nidra er endurnærandi og uppbyggjandi djúpslökun sem notar innri þekkingu líkamans á svefni. Með Jóga Nidra getur þú snúið við neikvæðum áhrifum langvarandi streitu og búið til nýjar leiðir til að takast á við lífið á áreynsluminni hátt.

Orkunudd örvar og opnar á fínustu tengingu þína við líkamann og setur þig í samband við þig á nýjan hátt og gefur þér nýtt tækifæri til að sættast og njóta þess að vera þú í þessum líkama.

Efst á baugi
Nýlegt efni
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Hjá Heilyndi slf.
 

Suðurhólar 6, 111 Reykjavík
 

8238093

 

Kt. 631023-1180 

 

Skráðu þig á póstlista Hjá Heilyndi

bottom of page