top of page

Mannréttingar og friðarumleitanir hjá www.heilyndi.is

Hvað er grunnurinn að heilbrigðum líkama?

Stór spurning en svörin kannski einföld í sjálfu sér.

Líkaminn er alltaf að gera sitt besta til að þjóna þér og þeim aðstæðum sem hann telur sig vera í. En hvaða aðstæður ertu að bjóða líkamanum? Er andardrátturinn grunnur / hraður? Er hugurinn mjög aktívur? Hvað svo sem veldur því að þetta er ástandið þá eru þetta skýr skilaboð til líkamans að hætta gæti verið í vændum og hann er strax tilbúinn að takast á við þá hættu. Öll „kerfi“ líkamans sem ætluð eru til að verja þig og þitt líkamlega líf eru svo til sjálfvirk og vinna hraðar en hugurinn. Að koma líkamanum í vörn þýðir að spenna í bandvefnum verður meiri, adrenalín eykst og margt fleira fer af stað sem er klárlega stress eða streita. Við aðstæður sem eru hættulegar þá er það akkúrat það sem getur hjálpað okkur mest.

En þá kemur stóra spurningin, er alvöru hætta á ferðum? Í flestum tilfellum er svo ekki... en streitu ástandið samt viðvarandi með mismunandi háu „viðbúnaðarstigi“ (dis-ease) og sjaldan eða aldrei fær líkaminn skýr skilaboð um að engin hætta sé á ferðum.

Hvaða tilfinningar berðu með þér? Hvaða tilfinningar eru ennþá að bíða eftir að vera samþykktar? Áttu erfitt með að vera sátt/ur við það sem er hverju sinni? Kanntu að láta líkama þinn vita að það er engin hætta er á ferðum?

Í meðferðum hjá Heilyndi er það fyrsta verk að búa til aðstæður og leiðbeina þér í samningaviðræðum sem miða að því að koma líkamanum í skilning um að fullkomið öryggi ríkir og afstaða þín til líkamans.. að hann megi vera eins og hann er. Allar tilfinningar og aðstæður (verkir, titringur, hiti, kuldi…) eru fullkomlega velkomnar og raska ekki ró þinni.

Að upplifa frið í hjarta þér, sem er sátt við það sem er… að vera vel tengd/ur líkamanum og tilfinningum á jákvæðan hátt. Að leyfa það sem er, samþykkja og vera.

Það er við þessar aðstæður sem Heilyndi.is vinna best.. semja frið við bandvefinn… sleppa og slaka… enda engin hætta ferðum. Og þarna finnur þú töfra líkamans taka við.…

Efst á baugi
Nýlegt efni
Archive
Search By Tags
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Hjá Heilyndi slf.
 

Suðurhólar 6, 111 Reykjavík
 

8238093

 

Kt. 631023-1180 

 

Skráðu þig á póstlista Hjá Heilyndi

bottom of page