Vilt þú minnka streitu? Hvað þarft þú?
Eitt af því sem veldur streitu er vanlíðan og sársauki og svo aðstæður sem ég vil ekki. Ég vil ekki þessar aðstæður núna... ég vil ekki vera hér... ég sætti mig ekki við!
Ótti við sársauka og vanlíðan veldur því að ég geri allt sem ég get til að forðast þær aðstæður... í fyrsta lagi að komast í aðstæður sem geta skapað þessa upplifun... í örðu lagi forðast ég að finna það sem ég finn ef ég lendi í erfiðum aðstæðum... ég forðast að finna það sem er erfitt og sársaukafullt og þar með afneita, gleymi... "frysti".
Við þessar aðstæður aftengjumst við með markvissum hætti líkama okkar... þar sem upplifunin verður að tilfinningu og við finnum hana...
VIÐ LEYFUM EKKI því sem er... að fá það rými sem það þarf.
Það er streituvaldandi að leyfa ekki… að leyfa þér ekki að finna það sem þú ert…. NÚNA
Til þess að leyfa þarftu að kunna að hlusta án ótta…. ALVEG
Til þess að geta hlustað alveg þarftu að geta… VERIÐ
Til þess að VERA þarftu að vera óhrædd/ur við að … FINNA
Til þess að FINNA þarftu að vera tengd/ur líkama þínum tilfinningalega.
Líkaminn er hljóðfærið ÞITT… ertu að heyra hljóminn í þér?
Í KCR réttum við líkamsstöðuna og opnum flæði í líkamanum...
CTR hjálpar líkamanum að slaka á bandvefs "frosti" eftir áföll og slys...
Jóga Þerapía opnar tengingu við líkamann og það sem er "frosið" líkamlegt og andlegt...
Í Jóga Nidra náum við fullkominni slökun og getum snúið við neikvæðum áhrifum langvarandi streitu...
Orkunudd örvar fínustu tengingu þína við líkamann og sátt við það sem er...