top of page
Before and after NEW.jpg

KCR I námskeið

Á námskeiðinu er kennt 23 þrepa „Protocal“ sem kallast KCR Level 1.  KCR kemur líkamanum auðveldlega í betra jafnvægi og minnkar spennu, um leið falla burt verkir og vanlíðan sem jafnvel er búnir eru að vera lengi.

KCR er einföld og hættulaus meðferð ef hún er gerð rétt. Markmið námskeiðsins er að kenna réttu handtökin svo fullkominn árangur náist. KCR meðferð er fyrir fólki á öllum aldri, allt frá ungabörnum til (h)eldri borgar. Meðferðin fer fram á nuddbekk.

Hugsjón Hugh Gilbert, stofnanda KCR, var að KCR væri fyrir alla og að í hverri fjölskyldu, íþróttafélagi, fyrirtæki... væri KCR í boði. Með hugsjón stofnandans að leiðarljósi er námskeiðskostnaðurinn hafður í lágmarki til að tryggja aðgengi fyrir alla.

Kinetic Chain Release, KCR, byggist á að fá vöðva, bandvef og sinar til að færa líkamsstöðu hvers hlekks í  aflkeðju líkamans í eðlislægt jafnvægi - inn í miðjuna.

Með fyrir fram ákveðinni röð af teygjum og hreyfingum hjálpar KCR meðferðin líkamanum að komast í sitt náttúrulega jafnvægi og um leið minnkar togstreita í líkamanum sem að minnkar sársauka og vanlíðan.

Námskeiðið tekur 14 klukkustundir og er kennt á tveimur dögum frá kl. 9 til 17 báða dagana.

Kennari er Skúli Sigurðsson sem lærði KCR árið 2011 og hefur notað meðferðina alla tíð síðan.

Allir sem hafa náð 16 ára aldir eru velkomnir á námskeiðið og engin sértæk reynsla eða menntun er nauðsynleg til að geta lært KCR meðferðina.

Námskeiðsgjaldið greiðist við skráningu eða eigi síðar en einum mánuði áður en námskeiðið hefst.

Námskeiðið er kennsla á KCR grunntækni sem gefur þátttakendum sem ljúka námskeiðinu leyfi til að nota KCR meðferðina og verða „KCR Practitioner“. Hægt er að bæta við stuttu ferli eftir námskeiðið til að verða „Accredited Practitioner“.

Útskrifuðum KCR I meðhöndlurum stendur til boða að gerast meðlimir í lokuðum Facebook hópi KCR meðhöndlara og kennara um allan heim. Þar er hægt að finna mikið af fróðleik og setja inn spurningar.

Einnig er á Facebook lokaður hópur fyrir íslenska KCR meðhöndlara.

Frekari upplýsingar um meðferðina er að finna á https://www.kcracademy.com/.

 

bottom of page